Sumir virðast augljóslega ekki alveg hafa á hreinu hvaða brögðum skal beita til þess að selja fasteignir. Eftirfarandi myndir hafa birtst í fasteignaauglýsingum víðs vegar um heiminn. Það fylgir ekki sögunni hvort eignin seldist eður ei.
Draumasturtuklefinn? Nahh, ekki alveg.
Virkilega rúmgott þetta eldhús. Burtséð frá öllu öðru.
Sannkallað lúxusbaðherbergi. Pláss fyrir félagsskap og allt.
Það er gerir myndir alltaf svolítið lifandi að hafa fólk inni á þeim. Sérstaklega ef það er svo gott sem nakið.
Baðkar sem vel getur rúmað tvo einstaklinga.
Og fleiri myndir:
Tengdar greinar:
15 hlutir til að gera eldhúsið skemmtilegra
Fallegasta sumarhúsið í Skandinavíu
8 ómissandi eldhúsráð fyrir þig
Guðrún Veiga er fædd og uppalin á Eskifirði. Hún er mannfræðingur að mennt, mikill matgæðingur, mamma og múltítasker. Guðrún Veiga hefur skrifað fyrir hina ýmsu miðla, unnið í sjónvarpi og skrifað eitt stykki matreiðslubók.