
„Fólk er að deyja“ segir Colleen Smith læknir á Elmhurst spítala í New York. Hún segir að hún þurfi að vera með sömu grímuna í nokkra daga og taki hana ekki af sér allan daginn. Einnig segir hún að þau hafi þurft að fá kælitrukk til að geyma líkin fyrir utan spítalann.