Förðun getur breytt fólki þannig að það verður nær óþekkjanlegt. Oft getur verið gaman að skoða fyrir og eftir myndir af fólki, þó oftast ungum konum, sem eru ómálaðar á fyrri myndinni og svo búnar að farða sig á þeirri næstu og oftar en ekki búnar að skyggja sig þannig að andlitsdrættir þeirra virðast hafa breyst. Hér eru nokkrar myndir sem ég ætla að deila með ykkur af ungum konum og breytingin er ótrúleg!
Inga er fædd og uppalin í Reykjavík fyrir utan 2 ár sem hún bjó fyrir vestan í Bolungarvík. Þessi gifta, þriggja barna móðir er menntuð snyrtifræðingur og hefur unnið við það síðan 2006. Snyrtifræðin á stóran hluta af hug hennar og fagnaði hún þessu tækifæri að fá að skrifa greinar og jafnvel fá að aðstoða lesendur við vanda/spurningar sem þeir mögulega hafa.