Apotek Restaurant er nýtt og spennandi veitingahús staðsett á einu fallegasta horni Reykjavíkur í Austurstræti 16. Húsnæðið er sérstaklega glæsilegt og býr að langri sögu. Lengst af var Reykjavíkur Apotek þar til húsa, frá 1930 til 1999 og sækja eigendur veitingahússins innblástur til þess tíma. N
Hönnun Apotek Restaurant var í höndum Leifs Welding & Brynhildar Guðlaugsdóttur. Útgangspunkturinn var að halda heiðri hússins á lofti og gera byggingunni og sögu hennar hátt undir höfði. En á sama tíma að skapa nútímalegt, skemmtilegt og afslappað andrúmsloft.
Veitingahúsið er „casual/smart“ staður þar sem boðið er upp á ljúffengar veitingar í líflegri stemningu og flottu umhverfi en það eru matreiðslumeistararnir Carlos Gimenez og Theódór Dreki Árnason sem ráða ríkjum í eldhúsinu, ásamt Axel Þorsteinssyni „pastry chef“.
Matseðillinn á Apotek Restaurant er skemmtileg blanda af íslensku og evrópsku eldhúsi með funheitu argentísku grilli. Fjöldi smárétta er á matseðlinum sem mælt er sérstaklega með að gestir smakki og njóti saman. Eftirréttinir, sem eru allir handgerðir á staðnum, eru undir klassískum evrópskum áhrifum með nútímasveiflu.
Á Apotek restaurant er lifandi kokteilbar þar sem verðlaunaðir „apótekarar“ hrista saman spennandi kokteila frá grunni – við allra hæfi – örvandi, róandi og jafnvel verkjastillandi.
Vertu velkomin í skemmtilegasta Apotek í bænum.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.