Kim Kardashian og Kanye West hittust í fyrsta skipti, eftir 3 vikna aðskilnað, í New York á laugardaginn. Þau virtust ekki vera neitt sérstaklega ánægð að sjá hvort annað og fóru út að borða á veitingastaðnum Carbone og fengu sér svo eftirrétt á Serendipity 3.
Sögur hafa verið á kreiki um að þau hjónin séu ekki mjög hamingjusöm saman og að Kim Kardashian hafi heimsótt skilnaðarlögfræðing í Los Angeles á dögunum. Fjölmiðlafulltrúi Kim segir að ekkert sé til í þessum sögusögnum en heimildarmenn sögðust hafa séð hana fara inn á skrifstofu áðurnefnds lögfræðings.
Vinur Kardashian fjölskyldunnar segir að Kim sé sko ekki á því að gefast upp á hjónabandi sínu og sé viss um að ef þau munu eignast annað barn muni allt lagast.
Tengdar greinar: