Skilur eftir 6 mánaða hjónaband

Leikkonan Nicollette Sheridan, sem er þekkt fyrir leik sinn í Desperate Housewifes, gekk í hjónaband í desember 2015. Hún giftist Aaron Phypers en hefur nú sótt um skilnað, eftir aðeins 6 mánaða hjónaband, samkvæmt heimildum People.

Sjá einnig: Stjörnur sem höfnuðu stórhlutverkum

Ástæðan fyrir skilnaðinum var skráð „óleysanlegur ágreiningur“ og ætlar Nicollette ekki að láta honum eftir neina peninga eftir skilnaðinn. Hún hefur skilið áður en hún skildi við leikarann Harry Hamlin árið 1993. Hún var svo trúlofuð Nicklas Soderblon árið 2004 og Michael Bolton frá 2006 til 2008.

 

SHARE