Hvar liggur línan milli rafrænna og raunverulegra samskipta? Getur staðist að við séum orðin svo háð samskiptamiðlum að veruleikinn verði sífellt rafrænni – að mannleg snerting sé orðin óþörf, þar sem viðurkenning á netinu skipti mun meira máli?
Þessari spurningu varpar Matthew Frost fram í stuttmyndinni Apsirational en það er Kirsten Dunst sem fer með aðalhlutverkið:
ASPIRATIONAL from Matthew Frost on Vimeo.
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.