Skipta vínglösin máli?

Það eru ansi skiptar skoðanir meðal almennings á því hvort vínglösin skipti einhverju máli þegar fólk er að njóta þess að drekka léttvín. Bent hefur verið á að frakkar og ítalir drekki vínin sín jafnvel úr vatnsglösum og smjatti á. Það er hins vegar alveg ljóst að ef fólk ætlar að njóta þess að drekka vín sem kosta nú skildinginn þá skipta glösin verulegu máli.

Riedel glasa risinn.

riedel 3[671]
Riedel glösin frá Austurríki eru án nokkurs vafa þekktustu vínglösin í heiminum og af mörgum talin þau bestu. Riedel fyrirtækið er hvorki meira né minna en 240 ára gamalt fyrirtæki stofnað af Johann Christoph Riedel sem sem kallaður er langafi Riedels í dag. Á þessum langa tíma hefur fyrirtækið þróað glös til þess að viðskiptavinurinn geti notið þess að drekka góð vín á sem bestan hátt. Og þó undarlegt megi virðast fyrir marga þá er mikill munur að drekka sama vín úr ólíkum glösum.
Ekki bara Merlot og Cabernet Sauvignon.

riedel 1[669]
Hver þrúga hvort um sé að ræða hvítvíns eða rauðvíns þrúgur, hefur sitt einkenni og út frá því þeim einkennum hefur Riedel þróað glös þannig að þau skili viðkomandi þessum einkennum á sem bestan hátt. Til eru sérstök glös nánast fyrir allar þekktar þrúgur en sum glösin eru þó þannig að þau henta vel fyrir nokkra r þrúgur. T.d. eru burgundí glösin ( pinot noir ) sérstök og eru þróuð til að að rauðvínsbunan lendi framarlega í munninum þar sem við finnum sætleikann hvað best. Þeir sem hafa prófað svona glasa smökkun hafa venjulega orðið agndofa yfir því hversu gjörólík sömu vín smakkast í mismunandi glösum. Riedel framleiðir glös fyrir nánast alla áfenga drykki s.s. koníak, grappa, viskí, bjór o.fl. Glösin eru að sjálfsögðu kristalsglös og eru afar þunn og létt í hendi. Reyndar bara unaður að drekka úr þeim og þó þau séu ekki ódýr þá er ekki mikið vit að kaupa rándýr vín og drekka þau svo úr ódýrum lélegum vínglösum! Riedel glösin hafa fengist hér á landi í mörg ár og fást nú í Kokku á Laugarveginum, Duka í Smáralind og Vogue fyrir heimilið í Síðumúla en þar er mesta úrvalið til.

riedel 4[672]

SHARE