Í kínverska dýragarðinum People´s Park of Luohe í Henan brá gestum heldur betur í brún þegar „afríska ljónið“ fór að gelta eins og hundur. Kom þá í ljós að ljónið var alls ekkert ljón heldur stór og loðinn hundur af gerðinni Tibetan matiff.
Liu, sem var ein af gestum garðsins, segist hafa komið í garðinn til að sýna syni sínum dýrin og var alls ekki sátt við þessi svik: „Dýragarðurinn er algerlega að svíkja okkur með því að dulbúa hund sem ljón.“
Annar gestur sagði: „Þetta er alls ekki fyndið heldur er þetta dapurlegt, bæði fyrir dýragarðinn sjálfan og dýrin“.
Yfirmaður dýragarðsins sagði að vissulega væri alvöru ljón í garðinum en það væri bara fjarverandi núna vegna þess að það átti að láta það fjölga sér, á þar til gerðri stofnun.