Aldrei óskað þess að sjóðheitt karlmódel gengi upp að þér á bar og færi með hallærislega „pick-up” línu? Hvaða kona myndi ekki falla fyrir klisjukenndum orðum ef karlmaðurinn væri íklæddur Dolce & Gabbana hátískufatnaði frá toppi til táar OG hefði þegar landað fyrirsætusamningi hjá tískuhúsinu?
Hvað ef maðurinn væri mjóróma? Hvað EF karlmennið hefði andað að sér helíum áður en hann bar upp orðin? Enn jafn hugfangin?
Lítum aðeins á hvað fór fram að tjaldabaki fyrir vor- og sumartísku D & G þegar herratískan árið 2015 var kynnt til sögunnar … kynþokkafullir eru þeir, ekki satt?
http://youtu.be/YU3nIHq1mfA
Tengdar greinar:
„Ég fer á stefnumót þó ég sé giftur“ – Þetta verður þú að lesa!
Staðalímynd karla! – Eru þær skárri en staðalímyndir kvenna?
Akfeita gellan auglýsir á Einkamál.is
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.