Þetta er bara venjulegt fólk sem ljósmyndarinn Von Wong fékk til að taka þátt í skemmtilegu verkefni. Þau eru venjulegt skrifstofufólk og eru látin vera á myndum eins maður sér oft af íþróttastjörnum. Þau áttu aldrei von á þessari útkomu.
Réttu ljósin og rigningarvél gerðu mikið gagn og andlitin þeirra voru fullkomlega lýst.
Það er ekki búið að nota „airbrush“ og það eina sem var gert við myndirnar var að eiga við „contrast“ sem er eitthvað sem stillir svartan og hvítan lit, gerir hann dekkri eða ljósari.
Þessar myndir eru stórglæsilegar!
„Góð lýsing og frábærar græjur eru aðeins lítill partur af því hversu vel fólkið lítur út,“ segir Von Wong. „Það, að láta þau trúa hversu flott þau eru, var aðal galdurinn.“
Tengdar greinar: