Ungur maður frá Bandaríkjunum uppgötvaði sér til skelfingar að skrúfa var að koma út úr fætinum á honum, 9 mánuðum eftir að hann hafði gengist undir aðgerð.
Sjá einnig: Þúsundir fylgjast með lýtaaðgerðum í beinni gegnum Snapchat
Fótur hans var töluvert bólginn í langan tíma, en eftir að bólgan hjaðnaði, tók hann eftir bungu á ristinni á sér.
Stuttu síðar tók hann eftir því að skrúfan var að ganga út úr fætinum.
Hér má sjá skrúfuna sem var fjarlægð úr fætinum. Vanalega þarf ekki að fjarlægja skrúfurnar strax eftir svona aðgerðir og stundum þarf ekki að fjarlægja þær yfir höfuð. Skrúfa unga mannsins sá hins vegar um að ganga út úr líkama hans að sjálfsdáðum.
Sjá einnig: Lýtaaðgerðir á fótum – Hversu brjálað er það?
Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.