Hún er góð og gild sú gullna regla að halda góðum matarvenjum í heiðri, að ástunda reglubundna hreyfingu og sneiða hjá því sem getur verið skaðlegur ávani fyrir líkamann.
En hvað ef ALLIR væru vaxtarræktarfólk, líkamsræktartröll; vöðvabunkt … hvað ef stæltir líkamar væru viðtekin venja?
Belgíski ljósmyndarinn Kurt Stallaert á heiðurinn að þessari einkennilegu, ef ekki bara eilítið óhugnarlegu myndaseríu sem virðist það hlutverk ætlað að deila hart á útlitsdýrkun í myndmáli – en serían sjálf ber heitið Bodybuilders world.
Vefsíðu Kurt má skoða HÉR en myndefnið talar sínu máli.
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.