Þessir eru alveg svakalega góðir og koma frá Ragnheiði á Matarlyst. Þeir þola alveg að fara í frysti og eru fljótir að þiðna.
Hráefni
500 g hveiti
6 tsk lyftiduft
25 g sykur
¼ tsk salt
100 g smjör við stofuhita
450 g hrært skyr
100 g rifinn ostur t.d pizza eða mozzarella
1 egg til að pensla með í lokin
Aðferð
Hitið ofninn í 180 gráður og blástur.
Blandið öllum hráefnum saman í hrærivélaskál, hnoðið þar til komið er saman með króknum. Eða hnoðið saman í höndum. Setjið örlítið hveiti á borð eða sílíkonmottu, fletjið út í 2 cm þykk deig, skerið í hæfilega stóra bita, eru ca 16 stk.
Setjið á bökunarpappír, penslið með eggi. Setjið inn í heitan ofninn, bakið í 15-20 mín þar til gullin. Berið fram t.d með smjöri og osti eða hverju því sem hugurinn girnist.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.