Hún.is birti í gær frétt um að leikkonan Zoe Saldana væri ólétt af sínu fyrsta barni með eiginmanni sínum Marco Perego en þetta er eitt umtalaðasta umræðuefnið í Hollywood eftir að orðrómurinn barst út. Nýjar heimildar herma þó að Zoe og Marco eigi ekki von á einu barni heldur tveimur. Hjónin eru í skýjunum yfir þessum fréttum en þau eru ekki eina Hollywood parið sem hamingjan umlykur þessa dagana því leikarinn Sean Penn er grunaður um að hafa farið niður á skeljarnar og beðið kærustu sinnar Charlize Theron.
Leikkonan Charlize og Sean hafa verið hittast frá því fyrir sex mánuðum en ástin virðist blómstra hratt hjá þeim skötuhjúunum. Charlize sást bera gull fallegan hring á fingri þegar ljósmyndarar náðu myndir af henni labba í gegnum Los Angeles International Airport. Fjölmiðlafulltrúi parsins vildi þó ekki tjá sig um málið.
Kristín Helga er óumdeilanlega mesti Kardashian aðdáandi Íslands og nærliggjandi landa. Hennar heitasta ósk er að vera vinkona Khloe Kardashian.
Hún hefur áhuga á öllu mögulegu og þar á meðal að lesa og skrifa um fræga fólkið í Hollywood.