Fyrrverandi eiginkona Bruce Jenner, Kris Jenner, er sögð vera brjáluð yfir nýjustu forsíðu slúðurblaðsins InTouch. Bruce prýðir forsíðu blaðsins en þó ekki að sinni eigin ósk en myndin sem InTouch kýs að birta af honum er mynd sem töluvert hefur verið átt við til að láta Bruce líta út eins og konu.
Skilnaður Bruce og Kris gekk í gegn í desember í fyrra en Kris þykir þó enn mikilvægt að standa upp fyrir Bruce þar sem að hennar sögn er verið að gera grín af honum.
Eftir að Bruce og Kris ákvöddu að skilja fóru af stað sögusagnir um að Bruce væri að reyna að breyta sér í konu þar sem hann hafi sést með naglalakk á fingrunum og hafi leyft hárinu sínu að síkka. Þessar sögusagnir hafa lítið haft áhrif á Bruce en hann byrjaði að deita vinkonu Kris Jenner í október í fyrra sem margir töldu þó vera uppsett af sjálfri Kris fyrir sjónvarpsþættina þeirra Keepinga Up With The Kardashians.
Heimildamaður tímaritsins InTouch segir að Bruce muni segja sannleikann varðandi útlitsbreytingarnar á þessu ári. Hann segir einnig að þegar Bruce opinberi leyndarmálið að hann sé á leið í kynleiðréttingu þá vilji hann gera það með látum og að hann vilji komast á forsíðu The Advocate.
Tengdar greinar:
Enn fleira sem styður þá sögu að Bruce Jenner er á leið í kynleiðréttingu
Hefur Bruce Jenner hafið kynleiðréttingarferlið? – Myndir
Kristín Helga er óumdeilanlega mesti Kardashian aðdáandi Íslands og nærliggjandi landa. Hennar heitasta ósk er að vera vinkona Khloe Kardashian.
Hún hefur áhuga á öllu mögulegu og þar á meðal að lesa og skrifa um fræga fólkið í Hollywood.