Smá lærdómur frá Frú Lovísu

Smá lærdómur og veganesti inn í morgundaginn elskurnar.

Einn daginn hoppaði ég inn í leigubíl og við þustum af stað í áttina að flugvellinum, leigubílinn ók á hægri akrein þegar skyndilega að svartur bíl kom aðsvífandi og keyrði í veg fyrir leigubílinn, það munaði engu að það yrði árekstur , þökk sé frábærum leigubílstjóra, sem snar hemlaði og sveigði fram hjá svarta bílnum.
Bílstjóri svarta bílsins rétti upp steyttan hnefann og öskraði einhver blótsyrði sem ég heyrði ekki.
Leigubílstjórinn brosti og veifaði honum, ég meina mjög vingjarnlega og brosandi, svo ég spurði ” hvers vegna gerðir þú þetta ? ” þessi náungi var allgjörlega í órétti og hefi getað valdið stórslysi og við bæðir værum á leið á spítala ?

það var þá sem leigubílstjórinn kenndi mér lögmálið um sorpbílana.

Hann sagði að það væru fullt af fólki sem eru eins og sorpbílar, þau fara um allt með fullt af sorpi ( pirruð, reið, vonsvikin og svo framvegis ) svo þegar sorpið hleðst upp þurfa þau að finna stað til þess að losa sig við það og stundum sturtar það því yfir okkur.
Taktu því ekki persónulega, brostu bara, veifaðu því, óskaðu þeim alls hins besta og haltu áfram.
Ekki taka við þeirra sorpi og varpa því svo á aðra eins og í vinnunni, heima hjá þér eða úti á götu.

Lærdómurinn er þessi, fólk sem nær árangri leyfir ekki sorpbílum að eyðileggja daginn fyrir sér.
Lífið er of stutt til þess að vakna að morgni með eftirsjá, því skaltu elska fólk sem kemur vel fram við þig og biðja fyrir þeim sem gera það ekki.
Lífið er 10% af því sem þú gerir úr því og 90% hvernig þú tekur því.

Njótið dagsins elskurnar.

SHARE