Lítill drengur sem rak upp ógleymanlegan og ótrúlega smitandi hlátur meðan faðir hans gekk um með hann í bakpoka hefur vakið mikla athygli á netinu – ekki nema von, barnið er svo óstjórnlega fyndið að það er ekki hægt að halda hlátrinum í skefjum.
Sjá einnig: Rússneskt ungabarn hlær eins og togarasjómaður – Myndband
Það er ekki bara gaman að vera faðir – það er bráðfyndið hlutverk líka! Feðgarnir heita Toddler Buzz (sem er væntanlega gælunafn) og Tom Flecther en hinn síðarnefndi er gítarleikari hljómsveitarinnar McFly – en það skiptir litlu máli samanborið við þróttmikinn hlátur drengsins.
Þvílíkt og annað eins hláturskast!
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.