Myndband þetta afsannar þá tilgátu um að maðurinn uppsker eins og hann sáir. Í tilfelli kakóbauna bænda á Ivory Coast í Norður Afríku er þessu nefninlega ekki svo farið. Þeir vinna erfiðisvinnu á kakóbaunaökrum sínum og selja uppskeru sína fyrir sáralítinn aur en hafa aldrei fengið að njóta afrakstur erfiðis sins, hvað þá að smakka hann.
Myndbandið sýnir óborganleg viðbrögð þeirra við að smakka súkkulaði í fyrsta skipti á ævinni og fær áhorfandann óneitanlega til að hugsa um misskiptinguna í heiminum.
Þóra er keramikhönnuður og starfar sem slíkur á vinnustofu sinni í Hafnarfirði ásamt pistlaskrifum og kennslu. Þóra reynir að tileinka sér umhverfisvæna mannasiði á sem flestum sviðum og notar t.d. sem náttúrulegust hráefni í hönnun sína. Hún hefur tekið þátt í fjölda sýninga bæði hér heima og ytra ásamt því að hafa komið að rekstri tengdum heilsu og hönnun.