Smákökur sem auðvelt er að baka með börnunum – Uppskrift

Það er ótrúlega skemmtilegt að elda og baka  með krökkunum þegar vel tekst til. Þau eru að læra til verka sem allir þurfa að kunna og þið spjallið saman og hafið það notalegt. Lykillinn er að hafa einfaldar, skemmtilegar og góðar uppskriftir – eins og þessar eru. 


smákökur út Haustkexi (Whole wheat bisquits, þessar í gulu pakkningunum) og hnetusmjöri

Úr uppskriftinni fást 24 kökur

Efni

  • 8 graham kexkökur, brotnar í litla ferninga
  • hnetusmjör
  • 225gr. mjólkursúkkulaði

Aðferð

  1. Settu bökunarpappír á plötu og plötuna á borðið.
  2. Smyrðu hnetusmjöri á hvern kexbita og raðaðu þeim á plötuna.
  3. Bræddu súkkulaðið í vatnsbaði. (Hér þarf fullorðinn að hjálpa þér af því þú ert með heitt vatn)
  4. Settu kexbitana, einn í einu ofan í brædda súkkulaðið og raðaðu bitunum á plötuna. (Hér þarf fullorðinn líka að hjálpa þér af því súkkulaðið er heitt)
  5. Láttu súkkulaðið harðna á kexinu og síðan fullharðna inni í ísskáp. Geymdu kexbitana í lokuðum kassa þar til þú ferð að bjóða þá og borða sjálf(ur).

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here