Smart íbúð í Milanó – Myndir

Arkitektarnir Frederic Gooris og Werner Silvestri tóku að sér það verkefni að hanna íbúð í iðnaðarhúsnæði í Milanó á Ítalíu. Útkoman er glæsilega stílhreint heimili með stórum gluggum og mikilli lofthæð. Íbúðin er á pöllum og þeir félagarnir gerðu tröppur og handrið úr gleri að hluta til svo birtan gæti flætt óhindrað um rýmið. Grófir múrsteins-útveggirnir fá að njóta sín og eru málaðir hvítir, en í barnaherberginu fá þeir að halda uppruna sínum. Þetta er einstaklega stílhrein og skemmtileg íbúð.

 

 

 

 

SHARE