Það getur verið heilmikil kúnst að koma sér vel fyrir í litlu rými. Þessi 36,8 fermetra íbúð, sem er til sölu á sænsku fasteignasölunni Stadshem, er gott dæmi um þar sem vel hefur tekist til við að koma sér fyrir á ekki fleiri fermetrum. Grái liturinn er allsráðandi, ásamt fallegum grænum plöntum og Thonet stól sem setja skemmtilegan svip á íbúðina.
Svíarnir eru einstaklega smekklegir – það er vel hægt að sækja innblástur í þessa fallegu íbúð!
Sjáðu fleiri flottar greinar á