„Smokey“ förðun skref fyrir skref

Þessi förðun er alltaf vinsæl og flestar konur geta borið þessa förðun en þó með misjöfnum áherslum. Það fer eftir augnumgjörð hversu sterkt hún getur verið og hversu hátt við förum á augnbeinið. En flestar konur geta notað smokey á þá bara á augnlokin og blanda vel.

Nauðsýnlegt er að nota sértakan augnblýant sem heitir smokey og NN-Cosmetics heitir hann Coal og er með svampi á endanum sem gerir verki auðveldara að vinna úr og blanda svo þeim lit af augnskugga yfir sem þú velur þér.

sm2

Svartur augnskuggablýantur settur í kringum augun og dreift úr honum upp á augnlokin. Setjið svartan lit inn í augnhvarmana.

sm3

Notið augnskuggabursta nr. 18 og dreifið inn á augnlokin þannig að engin skil sjáist.Munið að dreifa alltaf fyrst úr dekksta litnum. Síðan kemur ljósari litur yfir skilin af fleim dökka og svo sá ljósasti í lokin.

 

sm4

Hér er búið að blanda vel litunum saman og setja blautan eyeliner og hægt er að laga eyelinerinn með augnskuggabursta flötum sem er bleyttur smá og strokið hægt undir línuna til að fá fína og hreina línu.  Litlaust gloss eða ljós litur á varirnar þar sem augnförðunin er látin njóta sín.

 

sm5

NN-Cosmetics Coal

sm1

Hægt er að fá leiðbeiningar hjá fagfólki í Studio NN í Hlíðasmára sem býður einnig upp á margskonar förðunarkennslu eins og „smokey“ námskeið, 3 vikna tísku og ljósmynda og Specila Effects námskeið. Studio NN er opið alla daga 12-18 nema sunnudaga og mánudaga.

 

 

Ljósmyndari: Silla Páls

SHARE