Snakkfiskur – Rögguréttir 1

Hér kemur fiskréttur frá henni Röggu úr fyrri bókinni sem hún gerði til styrktar langveikum börnum.

Uppskrift:

600 gr ýsa

1 laukur ( eða 1/2 púrrulaukur) smekksatriði

1/2 askja sveppir

1/2 græn paprika

1/2 rauð paprika

Lítil dós ananasbitar

1/4 rjómi

1 dl ananassafi ( úr dósinni)

3 msk tómatsósa

3 mks maiones

1/2 tsk salt

1/2 tsk karrý

3 tsk Italian sesoning

Paprikuflögur

Rifinn ostur

Aðferð:

Grænmetið er steikt á pönnu, rjómanum hellt yfir og þessu svo hellt í botninn á eldföstu móti.

Fiskinum velt upp úr hveiti og kryddi og hann svo steiktur.

Kryddi, tómatsósu, maionesi og ananassafa er hrært saman og helt yfir fiskinn.

Paprikuflögum raðað yfir ásamt ostinum.

Bakað við 200 gráður í 15 mín.

Algert sælgæti með grjónum og fersku salati.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here