Nú er komnir broskallar í stað Bestu Vina á Snapchat. Einhverjir hafa þegar sótt uppfærsluna og eru að vonum undrandi, þar sem ólíkir broskallar eru komnir við hlið þeirra sem þú snappar mest við. Uppfærslunni er ætlað að breyta Bestu Vina stillingunni, sem gerði öðrum kleift að skoða bestu vinina þína með því einu að skoða Snapchat prófílinn þinn.
Sjá einnig: Tinder keyrir tryllingslega skemmtilegar nýjungar í gegn
Sá valmöguleiki var tekinn út í janúar á þessu ári og heimurinn fór á annan endann (allir alvöru Snapchat notendur urðu brjálaðir) en skiljanlega vildu sem flestir sjá hverja allir hinir spjölluðu mest við gegnum smáforritið. Nýja uppfærslan er bara sýnileg notandanum sjálfum og geta aðrir notendur ekki séð stillingarnar, en mismunandi broskallar merkja mismunandi gerð vináttu á Snapchat – en hér fer stuttleg útskýring á því hvað hver broskall merkir:
1. Gullhjartað
Voða krúttlegt og merkir að þú og viðkomandi persóna eru bæði bestu vinir hvers annars á Snapchat. Ótrúlega krúttlegt, ef ég hef ekki þegar undirstrikað það … sætt og krúttlegt og vinalegt.
2. Grimmi kallinn
Ok. Þessi kall er pínu ergilegur. Hann merkir að þú og viðkomandi eigið bæði sama besta vininn. Eins og það sé ekki nóg, þá segir Snapchat engum frá því HVAÐA sameiginlegi vinur er BESTI vinur ykkar beggja. Pirrandi?
3. Broskallinn
Jú jú. Þú ert á besta vinalistanum. En þú ert samt ekki besti vinurinn. Ekki vinur númer eitt. En samt á besta vinalistanum. Meiri pirringur – Snapchat neitar að segja þér HVER besti vinurinn er.
4. Gaurinn með sólgleraugun
Þessi gaur þýðir að þú deilir besta vini með einum af vinum þínum – á besta vinalistanum. Pínu flókið, en er einhvern veginn svona – annað hvort eigið þið svona marga sameiginlega vini (frábært tengslanet) eða þá að kærastinn þinn er að reyna við bestu vinkonuna … gegnum Snapchat … sem sökkar.
5. Glottgaurinn
Þessi er rosa svalur. Hann merkir að þú ert á besta vinalista viðkomandi en að viðkomandi er ekki á þínum besta vinalista. Þú veist; rosa vinsældir og allt það. Maður getur jú ekki verið besti vinur allra. Pínu egóbúst.
6. Eldgaurinn
Það er allt í gangi þegar þessi gaur birtist. Allt bara. Snapchat logar og myndir flæða. Dögum saman hefur ruglið flætt yfir bakka sína og þið eruð í hláturskasti – sennilega talandi á tungumáli sem enginn annar skilur. Nema þið. Eldgaurinn er ætlaður fyrir sálufélaga. Svo einfalt er það.
Hér má sjá ágæta skýringarmynd sem flögrar á netinu:
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.