Snilld: Segðu sokkaskrímslinu stríð á hendur!

Þetta er bara of gott. Alltof gott. Þetta er sokkamyndband ársins; allra tíma – unaðslegt fyrir þá sem þrá fullkomnun, snyrtilega raðaða sokka – týna aldrei pari – þekkja ekki sokkaskrímslið. Öðrum gæti þótt myndbandið óþægilegt – jafnvel viðurstyggilegt.

Og svo eru það þeir sem fella tár; því engir samstæðir sokkar eru eftir í skúffunni. Því miður kunnum við ekki ráð við því hvernig endurheimta má glataða sokka, en forsíðumyndin gefur þó ákveðna hugmynd að því hvað má gera ef sokkarnir týnast ítrekað.

Setjið upp hengispjald með þvottaklemmum á heimilinu! Og sameinið sokkana … einn af öðrum. 

Þetta áráttukennda myndband er hins vegar til heiðurs þeim sem þurrka hvert rykkorn, þola illa rusl í hornum og stæra sig af snyrtimennsku. Þetta myndband er heilar sextán dásamlegar sekúndur að lengd og mun væntanlega breyta öllu.

Verði ykkur að góðu:

Tengdar greinar:

Fyrsta húsráð ársins komið í hús

7 húsráð varðandi þvott á fötum – Fötin endast lengur

9 leiðir til að minnka ringulreiðina – Húsráð

SHARE