“Snípræði” er skemmtilega skrýtið nýyrði en hugtakið er tekið úr ensku og heitir á frummálinu “Cliteracy” – orðaleikur í raun og vísar í enska orðið “Democracy” sem á íslensku myndi leggjast út sem “lýðræði”.
Þetta er helsta baráttumál Sophiu Wallace, sem mun bandarísk listakona og er búsett í Brooklyn. Sophie, sem hefur nú sett upp afar forvitnilega herferð sem miðar að því að kynna og varpa ljósi á unaðshnappinn sem líkami kvenna geymir. Og í viðtali við Huffington Post segist listakonan það sláandi staðreynd að snípurinn hafi þá fyrst verið viðurkenndur af vísindamönnum árið 1998.
“Auðvitað verður að hafa í huga að enn ríkir mikil vanþekking á líkama kvenna” segir Sophia í viðtali við miðilinn og bætir því jafnframt við að sú geti verið ástæðan að snípurinn hafi ekki verið formlega uppgötvaður fyrr.
Snípurinn, sem jafnan er kallaður “unaðshnappurinn” er eina líffæri kvenlíkamans sem gegnir einungis því hlutverki að framkalla vellíðan og nautnir og er langt frá því að vera lítill hnúður á framanverðum kynfærum kvenna. Snípurinn er mun veigameira líffæri en ætla mætti í fyrstu og er talsvert stærri en augað greinir, liggur í boga um innri kynfæri kvenna, en sú vitneskja mun ekki á allra vitorði.
Það var ástralski þvagfærasérfræðingurinn Helen O´Connel sem fyrst sérfræðinga birti sérfræðigrein í tímariti Þvagfærasérfræðinga (Journal of Urology) þar sem hún lýsti umfangi og stærð snípsins. Hún ritaði að snípurinn, sem að stærstum hluta er ekki sjáanlegur, gæti í fullu risi náð 9 cm lengd að meðaltali og í einhverjum tilfellum, verið stærri en svo.
Þótti sérfræðigrein Helen vera tímamótaverk á sínu sviði og á þeim staðreyndum byggir margmiðlunarverk Sophiu, en þó ritað hafi verið um snípinn allt frá 18 öld í fræðiritum, þótti skilgreining Helenar það greinileg og skýr að sköpum skipti.
Ádeila Sophiu mun fólgin í þeirri áminningu að lítt mun fjallað um rauneðli kvenlíkamans, að alltof lítil áhersla sé lögð á unað konunnar í umfjöllunum um kynlíf og að sú birtingarmynd sé einna skýrust þegar klám er annars vegar. “Það er engu líkara en að karlmaðurinn sé að gera konunni þennan rosalega greiða með gælum” segir Sophie sem einnig bendir á að þrátt fyrir kyngervingu kvenna og ofuráherslu á erótík í fjölmiðlum, gegnum tónlist og auglýsingar, séu kynfæri kvenna allt að því ósýnileg, gott ef ekki óþekkt.”
“Snípurinn er bara átalinn skrýtinn. Rétt og slétt. Flestar konur verða vandræðalegar þegar umræðu um snípinn ber á góma og kunna ekki að biðla til maka sinna um gælur. Þetta er staðan og við lifum á 21 öldinni. Það finnst mér fáránlegt til að hugsa.”
Og Sophie er harðákveðin í að hefja snípinn til vegs og virðingar, en hún hefur unnið að margmiðlunarverkefni sínu frá síðasta ári í þeirri von að kynning hennar á “unaðshnappinum” svonefnda muni svipta hulunni af almennri vanþekkingu á líkama kvenna.
Verkefnið er skemmtilegt ásýndar og inniheldur “100 lög snípræðis”, götulistarverk um líffærið og svo einnig “Sníp Ródeó” sem snýst um innsetningu á risavöxnum, gylltum sníp. Hugmynd Sophie hefur algerlega slegið í gegn og fengið frábærar viðtökur hvert sem hana hefur borið niður; með stuttermaboli sem áletraðir eru til dýrðar snípnum og svo klyfjuð hinum risavaxna, logagyllta sníp.
“Ég er að sjálfsögðu í skýjunum yfir viðtökunum” segir Sophie í viðtali við Huffington Post. Verkefnið teygir sig langt út fyrir sjálfan snípinn en ánægjulegast þykir mér að sjá karlmenn taka hugmyndafræðinni með opnum örmum. Snípræði snýst um kynferðislegt frelsi kvenna, að sprengja af sér hlekki samfélagslegra gilda sem eru hamlandi fyrir konur sem kynverur. Snípræði stendur fyrir kynfrelsi, sjálfræði og viðurkenningu á þörfum kvenna.”
[youtube width=”600″ height=”320″ video_id=”u54YSnkog5U”]
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.