
Það hafa allir sínar aðferðir við að koma sér í jólaskap. Sumir finna jóla-andann hellast yfir þá þegar þeir sitja á gólfinu og pakka inn gjöfum, baka piparkökur eða hlusta á jólalög.
Starfsmenn auglýsingastofunnar Exit10 virðast hinsvegar fá eitthvað út úr því að láta kasta á sig snjóboltum.
Myndböndin eru tekin upp í „slow motion“ og sýna hvernig snjóboltarnir dúndrast framan í starfsmennina og viðbrögðin láta ekki á sér standa.
Þetta er hresst, hresst og bara skemmtilegt!
Hér er annað myndband af uppátækinu. Þeir stóðu greinilega í röð til þess að fá snjóbolta í andlitið!
Hér má síðan sjá það í rauntíma hvernig snjóboltarnir lentu í fésinu á þátttakendunum.
Heimild: A+ News & Stories
Tengdar greinar:
Glitrandi snjókristallar í nærmynd – þá og nú
Konur og karlar garga yfir sig af hræðsu út af snjókarli
Allt á kafi í snjó – vandræðalegasta góðverk dagsins