Snyrtiráð sem yngja upp!

Flestar notum við förðun til að lyfta fram hreysti og fegurð, en hvað ef förðunin hreinlega ýtir undir ótímabæra öldrun?

Í Tískubókinni má finna skotheld ráð til að laða fram fallegt útlit.

Hér eru nokkrir molar úr bókinni.

  • Of mikill og dökkur farði bætir við nokkrum árum um leið og þú setur hann á þig.
  • Augnskuggi með glimmeri. Glimmer er sama sem glitrandi hrukkur.
  • Augabrúnir. Ótrúlega mikilvægt svæði.
    -Of mjóar augabrúnir = eldra yfirbragð.
    -Of þykkar og óplokkaðar = eldra yfirbragð.
    -Of svartar (oft nefndar stimplaðar augabrúnir) = eldra yfirbragð.
    -Svartar augabrúnir eru mjög flottar á dökkhærðum konum og á konum með dökka augnumgjörð. Þið ljóshærðu skvísur; svartar stimplaðar augabrúnir eru ekki málið! Hér gildir hinn gullni meðalvegur.
  • Of mikið púður. Það segir sig sjálft að það borgar sig ekki að nota of mikið púður. Það leggst í hrukkurnar og getur auðveldlega myndað öskulag á andlitinu. Þá lítum við út eins og við séum með grímu og árin bætast við, alveg sjálfkrafa.

Tískubókin er eiguleg bók fyrir konur sem vilja laða fram fegurðina og brydda upp á stílinn hjá sér. Hún fæst hjá Sölku bókaforlagi og hægt er að nálgast hana með því að smella hér.

Tiskubokin2

 

SHARE