Sofia Vergara hræðist það að eldast

Leikkonan Sofia Vergara hefur miklar áhyggjur af því að eldast. Sofia sem er 42 ára er mikil kynbomba en hún viðurkennir að hún myndi gera nánast hvað sem er til að halda sér ungri.

Ég vil ekki eldast! Ef þú myndir segja mér að ef ég setti sement í kringum augum að þá myndi það koma í veg fyrir að ég fengi hrukkur í kringum augun þá myndi ég gera það.

Sofia deildi þessum áhyggjum sínum í viðtali við tímaritið New Beauty en þó að hún þrái að fá aftur æskuljómann þá er alltaf stutt í húmorinn. Hún segir í viðtalinu að hún hafi notað ilmvatn frá því hún var ungabarn enda sé það partur af menningu Kólumbíubúa og að það sé í alvöru til ilmvatn fyrir ungabörn þar í landi.

Æskan lætur alla líta vel út. Ég þurfti áður að hugsa um mun færri hluti.

 

NB Sofia Vergara_154 Hi res.jpg

thumbs_77048-sohpia_3.png.660x0_q80_crop-scale_upscale

 

Tengdar greinar:

Líklega heitasta parið í Hollywood um þessar mundir

Sigurvegararnir og kjólarnir á Emmy hátíðinni – Myndir

Stjörnunar eru raunverulegar! – Myndir

SHARE