Sofia Vergara (43) hefur nú loksins kvænst unnusta sínum, Joe Manganiello (38). Parið gekk í það heilaga við fallega athöfn á The Breakers Resort á Palm Beach í Flórída að viðstöddum vinum og ættingjum.
Sjá einnig: Sofia Vergara: ,,Bridezilla“
Sofia var ekki lengi að deila brúðkaupi sínu á samfélagsmiðlum, en það byrjaði með látum deginum áður, þar sem haldið var sundlaugarpartý, sem endaði með kvöldverði.
Hjónin hafa verið saman frá því í júlí í fyrra og trúlofuðu þau sig um jólin sama ár. Sonur Modern Family leikkonunnar, Manolo (23) gekk síðan með móður sína niður altarið.
Sjá einnig: Áður óséðar myndir af hinni stórglæsilegu Sofia Vergara
Mæðgin: Sofia og sonur hennar Manolo áður en þau ganga saman að altarinu.
Reese Witherspoon og meðleikarar í Modern Family voru á meðal gesta.
Sjá einnig:Sofia Vergara hræðist það að eldast
Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.