Sofnaðu á örskotsstundu með 4-7-8 tækninni

Með hækkandi sól og lengri dögum kljást margir við að ná að sofna. Sólin skín jafnvel inn um rifuna á myrkvunargluggatjöldunum og hugurinn er langt frá því að segja líkamanum að falla í svefn. Dr. Andrew Weil, prófessor við Harvard fann upp aðferð sem ætti að geta hjálpað þeim sem eiga erfitt með svefn. 4-7-8 aðferðin, eins og hún kallast, hefur reynst vel fyrir marga og gerir það að verkum að maður getur sofnað á innan við mínútu.

Sjá einnig: Sjóðheitir gaurar lesa æsandi sögur fyrir svefninn

Hvernig notar maður 4-7-8 aðferðina?:

Komdu þér vel fyrir, hvort sem þú liggur eða situr. Ef þú situr, sjáðu til þess að bak þitt sé beint. Settu tungubroddinn fyrir aftan framtennurnar og haltu honum þar á meðan æfingunni stendur.

–  Andaðu með munninum, líkt og þú sért að blása..

–  Andaðu í gengnum nefið og teldu upp í 4 í huganum á meðan.

–  Haltu inni andanum og teldu uppá 7.

–  Andaðu hægt frá og teldu upp á 8 á meðan. Ímyndaðu að þú sért að gera móðu á gler með andadrættinum.

–  Endurtaktu þetta fjórum sinnum og þú gætir sofnað áður en yfir lýkur.

Dr. Weil mæli einnig með þessari aðferð til að takast á við stressvaldandi aðstæður. Stress og kvíði framkallar meira adrenalín í blóðið, sem lætur hjartað slá hraðar og þar af leiðandi verður andardrátturinn hraðari og grynnri. þegar þú andar að þér og heldur inni andanum, dreifist súrefnið um blóðið og með því að stjórna fráönduninni, sleppir þú koltvísiringnum úr líkama þínum.

Sjá einnig: Hugsanir sem sækja á þig fyrir svefninn

Þú munt koma til með að finna hjartsláttinn þinn hægjast og nærð betri slökun.

Í stuttu máli: Anda að og telja upp í 4 – Halda niðri í þér andanum og teldu upp í 7 – Andaðu hægt frá og teldu upp í 8 (telur auðvitað í huganum).

SHARE