Nýlega fjölluðum við um Sweat Spa hjá Even Labs í Faxafeni. Þar er boðið upp á fleiri meðferðir og ein af þeim er Normatec sogæðanudd, eða þrýstimeðferð.
Fyrir utan hvað það er þægilegt að láta nudda sig í þessari meðferð, þá er meðferðin mjög góð fyrir líkamann. Ábatar af meðferðinni eru meðal annars:
- Hefur góð áhrif á blóðrás og sogæðakerfi
- Minnkar bjúg og bólgur
- Minnka appelsínuhúð
- Minnkar líkur á æðahnútum
- Flýtir endurheimt eftir æfingar
- Kemur í veg fyrir harðsperrur
- Minnkar verki í vöðvum
- Eykur árangur í íþróttum
- Aukinn liðleiki og hreyfanleiki
- Fjarlægir líkamann við mjólkursýrur og önnur efni sem safnast upp á æfingum
- Minnkar vöðvaþreytu
Hér um bil allir atvinnumenn í íþróttum fara reglulega í Normatec meðferð, sem staðfestir að þessi meðferð hefur mjög góð áhrif á líkamann. Hjá Even Labs er hægt er að fá meðferðina á fætur, mjaðmir eða hendur.
Sjá einnig: Húsráð: Þrif á gleri í sturtum
Það er óhætt að mæla með Normatec meðferðinn hjá Even Labs. Þetta er ekki bara gott fyrir líkamann, heldur líka mjög þægilegt!
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.