Langar þig í húðflúr en ert ekki alveg til í að láta setja á þig mynd sem er föst að eilífu? Auðvitað er hægt að láta fjarlægja flúr en það er bæði kostnaðarsamt og tímafrekt svo það er ekki eitthvað sem allir leggja í. Ef þig langar að prófa að vera með húðflúr á fótleggjunum geturðu fengið þér svona sokkabuxur. Þær eru frá TATUL og hægt er að panta þær til dæmis á Etsy.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.