Sól Stefánsdóttir sigrar Pole Fit Open

Fyrsta Opna súlufitness mótið var haldið í Gaflaraleikhúsinu þriðjudaginn 7. apríl. Keppnin var hin glæsilegasta og alls kepptu 22 stúlkur í þrem flokkum, byrjendaflokk ætlaður þeim stúlkum sem eru að stíga sín fyrstu skref í íþróttinni, framhaldsflokk en hann er ætlaður þeim sem komnar eru ögn lengra og loks afreksflokk fyrir þær reynslumestu.

Keppendurnir voru dæmdir út frá tækni, gólf æfingum, lipurð, styrk og hvernig æfingarnar tókust hjá þeim, hvort þær kláruðu hreyfingarnar og hvort skiptingar í og úr hverri stöðu væru mjúkar. Dómnefnd tók einnig tillit til frumleika í atriði keppanda og búningavals. Dómnefndina skipuðu m.a. Evgeny Gresilov, þrefaldur heimsmestari í íþróttinni og Kira Noir.

Kvöldið gekk vonum framar en það var hin unga og efnilega Sól Stefánsdóttir, 18 ára, sem sigraði afreksflokkinn. Annað sæti hlaut Tinna Snorradóttir og Lára Björg Bender hafnaði í því þriðja. Framhaldsflokkinn sigraði Karen Sif og byrjendaflokkinn sigraði Kristrún Sveinbjörnsdóttir

Súlufitness er ung íþrótt hér á landi en dömurnar sem tóku þátt sýndu það og sönnuðu að sportið er komið til að vera.

Stóðu þær sig með prýði og heilluðu áhorfendur upp úr skónum enda hörkuduglegar eins og sjá má á myndunum.

Hér má sjá sigurvegarann á súlunni:

<span&ps=docs style=”color: #333333; line-height: 1.5em;”> 

Einnig eru hér myndir frá Braga Kort, ljósmyndara

Fleiri myndir á Facebook síðu Pole Fit Open

Höfundur greinar Heiðrún Finnsdóttir fyrir Hún.is

SHARE