Glæsileikinn sem sveif yfir brúðkaupi þeirra Solange Knowles og Alan Ferguson fyrir skemmstu og HÛN greindi frá, virðist einungis hafa verið byrjunin á töfrandi framhaldsferðalagi þeirra hjóna.
Solange, sem er nýsnúin til baka úr sjö daga brúðkaupsferð ásamt eiginmanni sínum, en ferðinni var heitið til Bahia í Brasilíu sem, ef marka má Instagram deilingar sjálfrar Solange, er töfrum gæddur staður þar sem allir litir regnbogans eru runnir frá og enginn verður nokkru sinni gamall.
Grínlaust, þá lítur út fyrir að hveitibrauðsdagarnir hafi verið af öðrum heimi, svo fallegar eru myndirnar. Og nú erum við farin að rýna í ferðabæklinga í þeim tilgangi að festa kaup á ferð til Brasilíu næsta sumar …
Solange Knowles gekk upp að altarinu um helgina
Athyglisverð könnun: Hvar er kynþokkafyllsta fólk heims að finna?
Krúttlegasta brúðkaupsmynd allra tíma!
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.