Drifhvítt brúðkaup sjálfrar Solange Knowles (28) og Alan Ferguson (51) fór fram í New Orleans nú um helgina en öll umgjörðin var glæsileg eins og ætla mætti, en Solange er systir sjálfrar Beyoncé og hefur verið iðin við útgáfu eigin tónlistar frá unga aldri.
.
Solange klæddist drifhvítu og var glæsileg í brúðarklæðum
.
Sterkur orðrómur hefur verið á reiki í allt sumar um yfirvofandi brúðkaup þeirra Solange og Alan, sem hafa lengi verið í tilhugalífinu en þau festu ráð sitt nú á sunnudag. Þema brúðkaupsins var drifhvítt og klæddust allir gestir hvítu – einnig brúðurin sjálf sem var stórglæsileg og kom til athafnarinnar á mjallhvítu reiðhjóli ásamt tilvonandi eiginmanni sínum, sem einnig hjólaði til kirkjunnar.
.
Ljósmyndarinn Rog Walker tók myndir af athöfninni sem var glæst í alla staði
.
Solange sagðist í viðtali við Vogue þannig hafa verið umvafin ástvinum á stóra daginn, en sjálf klæddist brúðurin hönnun Humberto Leon frá Kenzo og var stórglæsileg ásýndar. Það var bandaríski ljósmyndarinn Rog Walker sem tók ljósmyndirnar sem sjá má við þessa grein, en þær eru áður birtar í Vogue sem einnig fékk frumbirtingarrétt á umfjöllun um sjálft brúðkaupið.
.
Takið eftir glæstri buxnadraktinni sem Solange klæðist úr smiðju tískuhúss Kenzo
.
Eins og fram kemur í Vogue gekk Solange upp að altarinu við undirspil sinfóníusveitar sem lék tóna Donny Hathaway en hér má sjá Solange heyja danseinvígi við einkason sinn, Daniel Julez sem átti fyrsta dansinn við móður sína að lokinni athöfn:
Solange and Julez NO FLEX ZONE from Charlotte Hornsby on Vimeo.
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.