Söngkonan Alicia Keys er ólétt af barni númer 2

Söngkonan Alicia Keys og eiginmaður hennar Swizz Beatz tilkynntu í dag að þau áttu von á sínu öðru barni. Þetta tilkynnti söngkonan á Instagram síðu sinni þar sem hún birti mynd af þeim hjónum frá því hún var ólétt af fyrra barninu sínu.

„Happy Anniversary to the love of my live @therealswizzz!! And to make it even sweeter we’ve been blessed with another angel on the way. You make me happier than I have ever known! Here´s to many many more years of the best parts of life!.“

Þessi tilkynning Aliciu var að sjálfsögðu ekki eina fréttin sem var í brennidepli í fjölmiðlum hið vestra en eiginkona söngvarans John Legend, Chrissy Teigen heldur áfram að vekja lukku hjá fjölmiðlum. Í gær náðust myndir af módelinu á götum New York borgar þar sem hún ansi léttklædd.

Chrissy klæddist hné háum stígvélum og skyrtu sem var einungis hálf hneppt. Daman hefur þó alveg gleymt því að fara í buxur þann daginn en Chrissy hefur ekki farið leynt með það að henni líði vel í eigin skinni og er því ekkert feimin við að sýna líkamann sinn. Í myndbandi við lag John Legend All of Me kemur hún til að mynda nakin fram.

'Watch Hunger Stop' Campaign Photo Shoot

SHARE