Brooklyn Beckham, elsti sonur David og Victoriu Beckham, gengur ekkert í veskið hjá forríkum foreldrum sínum. Ó, nei. Brooklyn vinnur sér nefnilega sjálfur inn aur með því að þjóna til borðs á litlu frönsku kaffihúsi í London. David tjáði sig um málið í viðtali fyrir stuttu:
Þú veist hvernig krakkar eru! Þeir þurfa nýja fótboltaskó. Þeim langar í nýjustu strigaskóna. Við gerðum honum það ljóst þegar hann var 14 ára að ef honum langar í eitthvað þá þarf hann að vinna sér inn fyrir því.
Harður í horn að taka hann David. Sjáðu brot úr viðtalinu hér að neðan:
Sjá einnig: „Þeir verða allir kvennagull“ segir David Beckham um syni sína
Guðrún Veiga er fædd og uppalin á Eskifirði. Hún er mannfræðingur að mennt, mikill matgæðingur, mamma og múltítasker. Guðrún Veiga hefur skrifað fyrir hina ýmsu miðla, unnið í sjónvarpi og skrifað eitt stykki matreiðslubók.