Elsti sonur Beckham hjónanna er farinn að slá sér upp með leikkonunni Chloë Grace Moretz sem er hvað frægust fyrir leik sinn í ofurhetjumyndunum Kick Ass.
Brooklyn sem er elsti sonur fatahannaðarins Victoriu og fótbolta kappans David Beckham er einungis 15 ára gamall og Chloë 17 ára. Þetta er því fyrsta ástarævintýri krakkanna og sökum þess að þau hafa hvorugt bílpróf er þeim alltaf skutlað þegar þau ætla að hittast.
Chloë og Brooklyn kynntust í einni af líkamsræktarstöð SoulCycle sem Beckham fjölskyldan er þekkt fyrir að sækja mikið í. Sambandið virðist ganga ágætlega en Chloë vill ólm taka Brooklyn á forsýningu á nýjustu mynd hennar If I Stay. Það mun þó reyna á þessa ungu ást fljótlega þar sem Brooklyn heldur aftur til London í haust til að klára skólann.
Kristín Helga er óumdeilanlega mesti Kardashian aðdáandi Íslands og nærliggjandi landa. Hennar heitasta ósk er að vera vinkona Khloe Kardashian.
Hún hefur áhuga á öllu mögulegu og þar á meðal að lesa og skrifa um fræga fólkið í Hollywood.