Sophia Loren (80) þótti of nefstór en þverneitaði lýtaaðgerð

Sophia Loren hefur löngum verið talin ein af fegurstu leikkonum heims en ítalska leikkonan með möndluaugun og tímalausa útlitið sætti harðri gagnrýni þegar hún var yngri. Reyndar var Sophia beitt talsverðum þrýstingi af framleiðendum kvikmynda og leikstjóra og þráaðist lengi við. Á endanum fór svo að hún hafði betur og framhaldið er öllum ljóst.

Ástæðan: Hún þótti of nefstór og munnþykk fyrir myndavélina – en neitaði að fara í lýtaaðgerð.

1970s+sophia+loren

Sophia Loren þótti of nefstór og munnþykk sem ung leikkona 

Þessu ljóstrar Sophia upp í nýútkominni ævisögu sinni; Yesterday, Today, Tomorrow – My life en Sophia, sem er orðin 80 ára gömul segir einnig:

Ég reyndi alltaf að hlusta ekki á þetta fólk. Þau sögðu að nefið á mér væri of langt og að munnurinn á mér væri of stór. Það særði mig ekki neitt að heyra þetta því þegar ég trúi á eitthvað, þá er eins og ég sé í stríði. Ég berst fyrir því sem ég trúi á. En meira að segja Carlo [Ponti] sagði: „Þú veist, myndatökumennirnir, þeir segja að nefið á þér sé of stórt. Kannski þarftu að láta snyrta það aðeins til?” Og ég svaraði honum og sagði: „Heyrðu mig. Ég vil ekki láta snerta við andlitinu á mér. Ég er ánægð með andlitið á mér. Ef ég þarf að láta breyta nefinu á mér, þá fer ég bara aftur heim til Pozzouli. Í þá daga var í tísku hjá lýtalæknum að móta svona klassíska franska línu á nefið – með litlum broddi – gætuð þið ímyndað ykkur hvernig ég hefði litið út með svoleiðis nef?

Í ævisögunni segir Sophia að þegar hún hafi gengið inn á skrifstofu Ponti, sem síðar varð eiginmaður hennar, í þeim tilgangi að þreyta sig fyrir hlutverk í kvikmynd, hafi kvikmyndatökumaðurinn sagt að „það væri alveg ómöuglegt að ljósmynda hana” og að í framhaldinu hafi Ponti stungið upp á því að hún léti lýtalækni um að „mýkja skarpan prófílsvipinn” en Sophia þverneitaði með öllu.

gian-paolo-barbieri---sofia_med_hr

Sophia segir lýtaaðgerðir vera mistök og að hún sé logandi hrædd við skurðhnífinn. 

Mig langaði ekkert að vera með lítið og upprúllað nef. Ég vissi vel að fegurð mín samanstóð af litlum ójöfnum og brotum sem runnu öll saman í andliti mínu og mynduðu heild. Mínu eigin andliti. Hvort sem ég ynni hutverkið eða tapaði fyrir öðrum, þá ætlaði ég mér að vera upprunalega útgáfan af sjálfri mér.

SHARE