Sörur must fyrir jólin!

Kökur:
3 eggjahvítur
3 1/4 dl. flórsykur
200 gr möndlur, fínt malaðar

Krem:
3 eggjarauður
150 gr. mjúkt smjör
1/2 dl. síróp
1 matsk. kakó
1 tesk. neskaffiduft leyst upp í örlitlu sjóðandi vatni

Hjúpur:
750 gr. suðusúkkulaði

Stifþeytið eggjahvíturnar og blandið möndlum og flórsykri varlega saman við. Setjið deigið með teskeið á bökunarpappír og bakið við 180° í 10-15 minútur.

Þeytið eggjarauðurnar vel saman ásamt sírópinu og hrærið síðan smjörinu saman við. Blandið að lokum kakóinu og kaffinu vel saman við. Látið kremið kólna vel áður en það er sett á kökurnar.

Setjið kremið á kökurnar og dýfið svo kremhliðinni í brætt súkkulaðið til að hjúpa þær.

Kökurnar geymast best í frysti.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here