Undirbúningur fyrir jólin er hafin á mörgum heimilum og þeir sem eru dottnir í jólagírinn hefðu líklega gaman að því að kíkja við í Húsgagnahöllinni í kvöld. Tilboð verða á ýmsum vörum í versluninni og munu gestir og gangandi geta gætt sér á smákökum, jólahráskinku og fleira góðgæti.
Hárgreiðslufólkið Baldur Rafn og Theodóra Mjöll sýna hvað er heitt í hárinu og sjálf, sérfræðingar í hári og nöglum sýna hvað er í tísku í þeim málum og sjálf Sigga Kling spáir í framtíðina fyrir þá sem eru forvitnir um það sem koma skal.
Fjörið hefst klukkan 19:00 og stendur til 22:00.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.