Hvort sem þú ert heima, í vinnu, skóla eða hvar sem er þá á gott nasl alltaf vel við. Ég kýs að gera mínar hnetublöndur/stúdentamix sjálf og þetta spæsaða hnetumix er í miklu uppáhaldi. Svo er það líka alveg skuggalega einfalt!
100 gr. möndlur
100 gr. valhnetur
100 gr. kasjúhnetur
1 tsk chilliduft
1/2 tsk cumin
1/2 tsk pipar
Smá salt
1 msk olía
Aðferð
1. Ristið hneturnar á þurri pönnu (passa að brenna ekki)
2. Blandið chillidufti, cumin, pipar og salti saman í skál
3. Slökkvið undir pönnunni og veltið hnetunum upp úr olíunni
4. Stráið kryddblöndunni yfir og blandið vel saman
Birna er tvítug Reykjavíkurmær. Hún er stúdent frá Verzlunarskóla Íslands og hefur mikinn áhuga á mataræði og heilbrigðum lífsstíl. Birna stundar Boot Camp, hlaup og lyftingar af kappi. Hún er dugleg að takast á við krefjandi áskoranir og leika lausum hala utan þægindarammans. Hvort sem það er utanvegahlaup, kraftlyftingar, þrekkeppnir eða annað í þeim dúr. Birna mun deila uppskriftum úr eigin tilraunaeldhúsi með lesendum Hún.is ásamt því að skrifa skemmtilega og upplífgandi pistla er snúa að heilbrigðum lífsstíl og sjálfsrækt.