Spaghetti Cacio E Pepe með klettasalati og sítrónu

Þessi bragðsterki en bragðgóði réttur kemur frá Ljúfmeti og lekkertheit. Rétturinn kemur upprunalega frá fyrirsætunni Crissy Tiegen og er hann útfærður hér með listibrag. Frábært er að borða með því hvítlauksbrauð og skola því niður með ísköldu hvítvíni.

Sjá einnig: Húsráð: Hversu mikið spaghetti þarf ég að sjóða?

Uppskrift fyrir 4

Maldon salt

340 g spaghetti (ósoðið)

120 g beikon, skorið smátt

¼ bolli  extra-virgin ólífuolía

3 msk fínhakkaður hvítlaukur (uþb 4 stór hvítlauksrif)

1 tsk rauðar piparflögur

2 tsk nýmalaður svartur pipar (ég mæli með að byrja á 1 tsk!)

¼ bolli ferskur sítrónusafi

1 ½ bolli ný rifinn parmesan ostur

3 bollar klettasalat

11

Sjóðið spaghetti í stórum potti með vel söltu vatni eftir leiðbeiningum á pakkningu. Takið frá 1 bolla af vatninu sem spaghettíið var soðið í, áður en vatninu er hellt af soðnu spaghettíinu.

Á meðan spaghettíið sýður er beikonið steikt yfir miðlungsháum hita þar til það er orðið stökkt (tekur um 7-9 mínútur). Bætið ólífuolíu á pönnuna ásamt hvítlauk, rauðum piparflögum og svörtum pipar og steikið í um 1 mínútu. Bætið sítrónusafa og spaghetti á pönnuna og hrisstið vel saman þannig að sósan dreifist um spaghettíið. Bætið parmesan ostinum saman við og blandið öllu vel saman, bætið spaghetti vatninu smátt og smátt út í þar til réttri áferð er náð. Bætið að lokum klettasalati saman við og blandið öllu vel saman í um 1 mínútu. Smakkið til með rauðum piparflögum, salti og pipar. Berið fram með ferskum parmesan osti.

Ljúfmeti og lekkerheit á Facebook

SHARE