Þetta fljótlega brauð er frá Berglindi á Gotterí og gersemum. Hollt og bragðgott!
Speltbrauð á nokkrum mínútum
- 300 ml mjólk
- 4 msk sítrónusafi
- 370 gr spelthveiti
- 90 gr haframjöl (gróft)
- 2 tsk matarsódi
- 1 ½ tsk salt
- 150 gr blönduð fræ
- Hitið ofninn 200°C
- Blandið sítrónusafa saman við mjólkina og leyfið að standa í um 5 mínútur.
- Blandið öllum þurrefnunum saman í hrærivélarskálina og notið krókinn.
- Hellið mjólkurblöndunni saman við og blandið vel og því næst fræjunum.
- Spreyið brauðform með PAM og hellið deiginu í formið, stráið fræjum yfir áður en bakað.
- Bakið í um 25 mínútur eða þar til kantarnir verða aðeins gylltir.
Gotterí og gersemar á Facebook
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.