Kryddpíurnar Emma Bunton og Mel C strolluðu í gegnum Gatwickflugvöll í London í gærdag – glaðar í bragði. Voru þær á leið sinni til Marrakech, þar sem David Beckham fagnaði fertugsafmæli sínu um helgina í hópi vel valdra vina.
Sjá einnig: ÓTRÚLEGT – Fjögur splunkuný lög frá Spice Girls
Það voru fleiri stjörnur sem gerðu sér ferð til Marrakech í tilefni afmælisins. Á gestalistanum voru nöfn á borð við Tom Cruise, Gordon Ramsey, Eva Longoria, Liv Tyler og David Gardner.
Sjá einnig: Hvernig kynntust Hollywood pörin?