
Cara Delevingne á þetta óvenjulega heimili í Los Angeles. Hún er með glæran flygil sem hún segist yfirleitt spila á nakin og svo er hún með „leggöng“ frá einu herbergi yfir í annað.

Eitt baðherbergið er helgað David Bowie og er uppáhaldsbaðherbergi Cara.

Þetta er alveg ótrúlegt heimili og ég væri alveg til í að fá að skoða þetta betur. Hér er Cara að fara með AD í skoðunarferð um heimilið.

Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.