Sporðdrekinn er afar slyngur og næmur elskhugi, en merki Sporðdrekans stýrir kynlífi, fæðingu, dauða og endurfæðingu. Sporðdrekinn býr yfir knýjandi þörf til að rannsaka leynda afkima lífsins og fetar óhræddur þá stígu sem aðrir veigra sér við að kanna. Sporðdrekanum er fátt heilagt í svefnherberginu og er knúinn áfram af kraftmikilli kynorku. Sporðdrekinn lítur á kynlíf sem tækifæri til að grandskoða hyldýpi tilfinningalífsins og getur verið afar þráhyggju- og árátttusækinn í einkalífinu. Þegar Sporðdrekinn er ástfanginn á annað borð kemst fátt eða ekkert annað að í huga hans.
Þeir Sporðdrekar sem eyddu lostafullu vori og stofnuðu jafnvel til nýrra kynna, mega eiga von á íhugulu tilhugalífi og rólegri framvindu í einkalífinu í sumar en lofaðir Sporðdrekar ættu að nýta þessa djúpu orku í einkalífinu til að treysta böndin við maka sinn.
Ástin, kynhvötin og lostinn eru allt jafn mikilvæg öfl í huga Sporðdrekans, sem verður þó ekki auðveldlega ástfanginn, en verður alvarlega ástfanginn, falli hann fyrir einhverjum á annað borð. Sporðdrekinn er í óþreytandi leit að sönnum sálufélaga og lifir sterku tilfinningalífi og getur brugðið til leikrænna tilburða, sviptivinda í tilfinningalegum viðbrögðum og endurómar á tíðum sársauka sjálfsins á táknrænan og yfirgænfandi máta út til umheimsins.
Eins og Sporðdrekanum þekkir einna best, er oft iðandi líf að finna undir lygnu yfirborðinu og því engin ástæða til að örvænta þó sumarið feli engar flugeldasýningar í sér á sviði ástarinnar.
Sumarið er tími íhugunar og vangaveltna í lífi Sporðdrekans, sem setur upp svörtu gleraugun þegar sól fer hækkandi á lofti og horfir skörpum augum á mannfjöldann sem líður hjá. Þeir Sporðdrekar sem eyddu lostafullu vori og stofnuðu jafnvel til nýrra kynna, mega eiga von á íhugulu tilhugalífi og rólegri framvindu í einkalífinu í sumar en lofaðir Sporðdrekar ættu að nýta þessa djúpu orku í einkalífinu til að treysta böndin við maka sinn. Eins og Sporðdrekinn sjálfur þekkir einna best, er oft iðandi líf að finna undir lygnu yfirborðinu og því engin ástæða til að örvænta þó sumarið feli engar flugeldasýningar í sér á sviði ástarinnar.
Myrkasta stund næturinnar er alltaf síðasta augnablikið fyrir sólarupprás, elsku Sporðdreki.
Gættu þín vel á heilsunni, kæri Sporðdreki og einnig því að ofgera þér ekki í vinnu. Farðu vel með sálartetrið og ýttu frá þér óþarfa áhyggjum. Allt hefur tilhneigingu til að leysast fyrr eða síðar. Sporðdrekinn býr yfir dulmagnaðri orku sem getur nýst til að ryðja stærstu hindrunum úr vegi. Myrkasta stund næturinnar er alltaf síðasta augnablikið fyrir sólarupprás, elsku Sporðdreki. Haltu áfram ótrauður og láttu engan hindra þig á leið þinni að langþráðu markmiði þínu.
Örlaganornirnar hafa síður sen svo gleymt þér, en lærdómur sumarsins er sá að hamingjan er á þínu eigin valdi.
Ekki örvænta, hjartans Sporðdreki þó sumarið fari rólega af stað. Njóttu þessa sólríkasta tíma ársins til fullnustu og taktu fagnandi mót rólegum tímum. Hafðu fulla trú á þinni eigin getu og treystu því að skarpskyggni þín muni færa þér lífshamingjuna. Örlaganornirnar hafa síður sen svo gleymt þér, en lærdómur sumarsins er sá að hamingjan er á þínu eigin valdi. Vandaðu til ákvarðana þinna og vertu viss um að þín eigin skarpskyggni mun fleyta þér áfram um langan veg.