Þrjár sprengingar sprungu í Boston í dag og létust í það minnsta tveir og tala slasaðra er yfir 50 og herma sumar fréttir að tala slasaðra sé komin yfir 100 en mikil ringulreið greip um sig í kjölfar atburðana.
Tvær sprengingar urðu við endamark Boston maraþonsins með stuttu millibili, atvik sem varð í John F. Kennedy Presidential bókasafninu í Boston var ekki, samkvæmt yfirvöldum þar, sprengja heldur kviknaði eldur og virðist ekki tengjast sprengingunum.
Önnur sprengja sem sprakk ekki hefur fundist og var gerð óvirk.
Aðrar borgir í Bandaríkjunum hafa hækkað viðbúnaðarstig sitt og er ríkistjórnin í viðbragðstöðu vegna atburðana.
34 Íslendingar hlupu í Boston Maraþoninu í ár, en náðst hefur í nokkra þeirra, en þeir sem náðst hefur í eru heilir á húfi.
Times birti á twitter kort af því hvar sprengjurnar sprungu sem má sjá hér:
Við bendum fólki á að fylgjast með atburðum á vefstreymi RÚV hér